Leiðsögunám miðar að því að þjálfa færni og hæfni nemenda til þess að standast kröfur ferðaþjónustunnar hverju sinni um áreiðanleika og fagleg vinnubrögð. Þetta nám á að veita nemendum sérmenntun á sviði svæðisleiðsagnar um Norðurland. Svæðisleiðsögunámið er fjölbreytt. Fjallað er um jarðfræði Íslands, sögu, menningu, gróður, dýralíf, atvinnuvegi, íslenskt samfélag, bókmenntir og listir. Nemendur eru fræddir um helstu ferðamannastaði á Norðurlandi, ferðamannaleiðir og leiðsögutækni.
Áætlað er að kennsla hefjist um miðjan febrúar og ljúki í byrjun desember 2011. Gerð er ráð fyrir að kennt verði einn seinni part í hverri viku, þriðjudaga frá kl. 16:30 til 21:10 eða 21:50. Einnig verða farnar um 5 - 6 vettvangsferðir á hvorri önn, oftast á laugardögum. Að námi loknu fær fólk réttindi til að starfa sem svæðisleiðsögumenn á Norðurlandi. Vakin er sérstök athygli á því að leiðsögumenn með réttindi geta setið staka áfanga í náminu. Skráningarfrestur er til 17. janúar.