01. maí, 2010 - 10:51
Fréttir
Sunneva Ósk Guðmundsdóttir, 18 ára Akureyrarmær, var kjörin ungfrú Norðurland í gærkvöld, en keppnin fór fram í
Sjallanum. Að þessu sinni tóku níu stúlkur þátt í keppninni, sjö frá Akureyri, ein frá Dalvík og ein frá
Svalbarðseyri. Ingun Elísabet Hreinsdóttir, 19 ára frá Svalbarðseyri, varð í 2. sæti og Alma Egilsdóttir, 19 ára frá
Akureyri, hafnaði í þriðja sæti.
Edda Björg Arnþórsdóttir, 19 ára frá Akureyri, varð í 4. sæti í kjöri ungfrú Norðurlands. Ingun Elísabet var
jafnframt valin besta ljósmyndafyrirsætan og N3 stúlkan. Eva Hafdís Ásgrímsdóttir, 20 ára frá Akureyri, var valin Sport-, Net og Joja
stúlkan og einnig sú vinsælasta. Jenný Svansdóttir, 20 ára frá Dalvík, var valin hástúlka Medullu.