Sundferðum fjölgaði um 26 þúsund

Sundlaugargestum hefur snarfjölgað í Sundlaug Akureyrar eftir komu nýju rennibrautanna. Mynd/Axel Þó…
Sundlaugargestum hefur snarfjölgað í Sundlaug Akureyrar eftir komu nýju rennibrautanna. Mynd/Axel Þórhallsson

Fyrstu átta mánuði ársins er fækkun um 32% í Sundlaug Akureyrar sem skýrist nær eingöngu af rennibrautarleysi fyrsta sex og hálfan mánuð ársins að sögn Ólafs Arnars Pálsson ar aðstoðarforstöðumanns Sundlaugarinnar.

Þann eina og hálfa mánuð sem nýju rennibrautirnar hafa verið opnar hefur sundlaugargestum hins vegar fjölgað um 50% frá því á sama tíma í fyrra. Fjölgaði sundferðum um u.þ.b. 26.000 ferðir þennan eina og hálfa mánuð. Ólafur Arnar segir fjölgunina vera gríðarlega.

„Ljóst er í okkar huga að þessar nýju og glæsilegu rennibrautir draga að fólk bæði hér frá Akureyri og nærsveitum sem og af landinu öllu. Þær eru því mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu og verslun á svæðinu og munu verða það áfram á komandi árum,“ segir Ólafur Arnar.

Hann segir jafnframt erfitt að bera saman árið 2016 og 2017 með tilliti til rennibrauta vegna þess að nýju rennibrautirnar voru ekki opnaðar fyrr en 13. júlí sl. Aukning sé hins vegar um 34% í júlí á milli ára og 20% í ágústmánuði.


Athugasemdir

Nýjast