Sundferðin hækkar í verði

Mynd/Þröstur Ernir
Mynd/Þröstur Ernir

Stakur miði fyrir fullorðna í sundlaugar á Akureyri hækkaði um 50 krónur um áramótin. Sundferðin kostar nú 600 krónur en var áður 550 kr. Einnig hækkar 30 miða kort fyrir fullorðna um 500 krónur; fer úr 11.000 kr. í 11.500. Þá hefur afnot af handklæði og sundskýlu hækkað um 150 krónur. Verðið var áður 550 kr. en eftir hækkun kostar 800 krónur að leigja hvort tveggja. Stakur miði í sund fyrir börn og ellilífeyrisþega stendur í stað og er áfram 200 kr. Hins vegar lækkar verðið á árskorti fyrir fullorðna um þúsund krónur og kostar nú 32.500 kr. í stað 33.500.

-þev

Nýjast