„Sumum finnst ég örugglega athyglissjúkur"

Ragnar Sverrisson kaupmaður á Akureyri, jafnan kallaður Raggi Sverrris í daglegu tali, er flestum Akureyringum kunnur. Hann hefur starfað í fataversluninni JMJ í hartnær hálfa öld, er giftur Guðnýju Jónsdóttur, menntaður klæðskeri og segist all góður í því sem hann gerir. Fyrir ellefu árum tók Ragnar þá ákvörðun að hætta að drekka og segir að með því hafi líf sitt gjörbreyst til batnaðar. Hann fór að stunda fjallaklifur reglulega og má varla sjá glitta í fjallsbrún þá er hann rokinn af stað.

Ragnar er ekki þekktur fyrir að liggja á sínum skoðunum og ekki eru allir alltaf sammála honum. Hann var m.a. hálfgerður persónugervingur í endurnýjun á skipulagi miðbæjarins þar sem umræðan um síki var í hávegum höfð.

Ítarlegt viðtal við Ragnar má nálgast í prentútgáfu Vikudags

Nýjast