10. febrúar, 2010 - 17:57
Fréttir
Opnað verður fyrir umsóknir um sumarstörf hjá Akureyrarbæ á morgun, fimmtudaginn 11. febrúar. Að venju eru ýmis og margvísleg
störf í boði, svo sem á sambýlum, í öldrunarþjónustu, íþróttamannvirkjum, við akstur, skrifstofustörf og fleira.
Fyrstu auglýsingarnar vegna sumarstarfa 2010 eru komnar á heimasíðu bæjarins.