Sumarlokanir óhagstæðar fyrir atvinnulífið

Leikskólinn Iðavöllur
Leikskólinn Iðavöllur

„Sumarlokanir eins og þær eru í núverandi mynd eru óhagstæðar fyrir atvinnulífið. Ég get því miður ekki orðið við sumarleyfisóskum allra foreldra leikskólabarna á þessu ári þar sem það er bara um fjórar vikur að ræða. Ég get ekki hleypt öllum í frí á sama tíma án þess að lama starfsemina á meðan,“ segir Eva Hrund Einarsdóttir starfsmannastjóri hjá Lostæti á Akureyri.

Níu af ellefu leikskólum Akureyrarbæjar verða lokaðir á sama tíma í sumar, frá 14. júlí til 11. ágúst. Þá verða allir leikskólar bæjarins lokaðir á sama tíma í tvær vikur í sumar, frá 14. júlí til 1. ágúst.

throstur@vikudagur.is

Nánar er fjallað um sumarlokanir leikskóla í prentútgáfu Vikudags og rætt við starfsmannastjóra fleiri fyrirtækja auk tveggja leikskólastjóra

Nýjast