"Ég vil búa í fjölskylduvænum bæ sem stuðlar að því að foreldrar og börn geti eytt sumarfríinu sem mest saman. Meðal fjölmargra atvinnurekenda á Akureyri hefur það reynst erfitt að raða starfsmönnum niður í sumarfrí þar með talið í fyrirtækinu sem ég starfa hjá sem starfsmannastjóri. Ástæðan er fyrst og fremst sú að níu af ellefu leikskólum Akureyrarbæjar er lokað í sömu fjórar vikurnar og yfir tveggja vikna tímabil eru allir leikskólar bæjarins lokaðir. Vegna þessa er mér nær ókleift að koma til móts við óskir foreldra barna á leikskólaaldri og þarf að biðja þá starfsmenn að deila niður þeim sumarfrístíma sem leikskólarnir eru lokaðir," skrifar Eva Hrund Einarsdóttir í aðsendri grein í Vikudag.
Eva skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.