Vinkonurnar Katla Hrönn Björnsdóttir og Matthildur Unnur Úlfarsdóttir, sem báðar eru á níunda ári, gáfu barnadeildinni á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) alls 16.750 kr. Þær stöllur söfnuðu peningnum með því að ganga í hús og fengu ýmist tombóludót eða peninga. Þær héldu svo tombólu í kjölfarið í Kaupangi.
Með framtakinu vildu þær Katla og Matthildur láta gott af sér leiða. Sannarlega fyrirmyndarframtak hjá þessum ungu stúlkum.