Styrktarfélag Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, færði Heilbrigðisstofnun Norðurlands, starfsstöðinni í Norðurþingi, góðar gjafir fyrr í dag. Auður Gunnarsdóttir, formaður Styrktarfélagsins, afhenti þá stofnuninni svokallaðan sturtustól að verðmæti 1.5 milljónir sem keyptur var fyrir gjafafé frá Lionsklúbbi Húsavíkur. Og einnig brjóstadælu að verðmæti 160.000 krónur. Að sögn Auðar sparast samtals um 300 þúsund krónur með því að veita þessum gjöfum í farveg styrktarfélagsins í stað þess að stofnunin festi sjálf kaup á tækjunum.
Styrktarfélagið var stofnað þann 1. febrúar 1996 og fagnar því 20 ára afmæli í ár. Nánar verður fjallað um félagið og starfsemi þessi í næsta Skarpi sem kemur út á fimmtudaginn. JS