Styrkja á hverja starfstöð fyrir sig

Nánast öll starfsemi Kjarnafæðis fer fram á Svalbarðsströnd.
Nánast öll starfsemi Kjarnafæðis fer fram á Svalbarðsströnd.

Eins og fram hefur komið hafa eigendur Kjarnafæðis og Norðlenska komist að samkomulagi um helstu skilmála samruna félaganna sem legið hefur í loftinu frá 2018. Kjarnafæði er í eigu bræðranna Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, en Norðlenska er í eigu Búsældar, sem er í eigu um 500 bænda á Íslandi. 

Öll starfsemi Kjarnafæðis er á Svalbarðsströnd en Norðlenska er með starfsemi á Akureyri og Húsavík. Gunnlaugur Eiðsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis, segir í samtali við Vikublaðið að með samrunanum eigi að styrkja hverja vinnslustöð fyrir sig. Ekki sé því í pípunum að færa alla starfsemina undir einn hatt. Rætt er við Gunnlaug í Vikublaðinu sem kom út í gær.

Smelltu hér til að gerast áskrifandi. 


Athugasemdir

Nýjast