Þjóðskrá Íslands, í samvinnu við Akureyrarbæ og Brothættar byggðir í Hrísey og Grímsey, hefur hlotið styrk til þess að koma á fót fjarvinnslu í eyjunum við skráningu þinglýstra gagna í landeignaskrá. Þjóðskrá Íslands hlýtur styrk sem nemur 9 m.kr. árið 2020 og 9 m.kr. árið 2021. Samtals 18 m.kr.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki vegna fjarvinnslustöðva sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Að þessu sinni var 24 milljónum króna úthlutað til þriggja verkefna fyrir árin 2019-2020. Auglýst voru framlög fyrir árin 2019-2020 en heimilt er að styrkja sama verkefni til allt að fimm ára, með fyrirvara um fjárheimildir fjárlaga hvers árs.
Markmiðið með framlögum vegna fjarvinnslustöðva er annars vegar að koma opinberum gögnum á stafrænt form og hins vegar að fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni. Greint er frá þessu á vef Akureyrarbæjar.