Styrkir Fiskidaginn mikla

Í dag skrifuðu Húsasmiðjan og Fiskidagurinn mikli undir styrktar og samstarfssamning. Frá upphafi hefur Húsasmiðjan verið í hópi styrktaraðila. Að sögn Júlíusar Júlíussonar, framkvæmdastjóra Fiskidagsins mikla, eru Fiskidagsmenn afar ánægðir með að hafa Húsasmiðjuna í hópi styrktar- og samstarfsaðila.

Hann segir að á svona stórri hátíð sé að mörgu að hyggja og oft koma upp hugmyndir eða verkefni sem þarf að leysa á síðustu stundu og oftar en ekki hefur Húsasmiðjan bjargað málum og sýnt góðan vilja og skilning. Einnig segir hann að nýja samstarfsverkefnið sé áhugavert og jákvætt fyrir Dalvíkurbyggð.

"Allt í lag fyrir Fiskidag"
Fegrunarátak Húsamiðjunnar og Fiskidagsins mikla þar sem íbúar Dalvíkurbyggðar eru hvattir til að fegra umhverfi sitt dagana 19. júlí til 6. ágúst.
Húsasmiðjan veitir glæsileg verðlaun fyrir:

-Snyrtilegustu húseignina (hús, garður, pallur).
-Snyrtilegasta fyrirtækið.
-Snyrtilegsta býlið.

Dómnefnd áskilur sér rétt til að veita verðlaun fyrir sérstaka hluti. Íbúar og gestir geta tekið þátt með ábendingum sem skal senda á gudmk@husa.is fyrir 6. ágúst. Dómnefnd fer um byggðarlagið 6. - 8. ágúst. Dómnefndina skipa:
- Sigrún K. Sigurjónsdóttir, fjármálastjóri Húsasmiðjunnar
- Svava Grímsdóttir, útlitshönnuður Húsasmiðjunnar
- Vignir Þór Hallgrímsson, listamaður Dalvík.
Húsasmiðjan verður með góð tilboð í gangi í tilefni af átakinu.

Nýjast