19. febrúar, 2007 - 13:07
Fréttir
Ökumaður bifreiðar sem átti leið um Krossanesbraut í fyrrinótt missti vald á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún valt út af veginum og niður í fjöru. Ökumaðurinn slasaðist og var fluttur á slysadeild þar sem m.a. vat tekið úr honum blóðsýni enda er hann grunaður um ölvun við aksturinn.