Tveggja ára stúlkan sem veiktist alvarlega af E-Coli bakteríu í byrjun mars er komin til síns heima á Akureyri. Stúlkan dvaldi á Landspítalanum í nokkrar vikur undir ströngu eftirliti og var um tíma í öndunarvél og blóðskilun, en nýrun voru hætt að starfa. Vikudagur ræddi við ömmu stúlkunnar, sem segir að barninu heilsast vel. Nýrun eru farinn að starfa um 50%. Hún fer reglulega upp á Sjúkrahúsið á Akureyri í blóðprufur og það er fylgst vel með henni. Einnig er hún í sjúkraþjálfun til að flýta fyrir bata en þetta mun allt taka dágóðan tíma. Litla daman stendur sig vel og við erum öll mjög glöð yfir því hversu vel gengur.
Talið er að barnið hafi smitast af bakteríunni í gegnum matvæli, en hún getur m.a. fundist í nautgripum og afurðum þeirra. Helsta smitleiðin er með menguðum matvælum og vatni. Ekki er talið að matur á leikskóla stúlkunnar, né á heimili hennar hafi orsakað veikindin.
throstur@vikudagur.is