Stúdentar við HA óánægðir með að þurfa að mæta í skólann í lokapróf

Háskólasvæðið á Akureyri. Mynd/Þorgeir Baldursson.
Háskólasvæðið á Akureyri. Mynd/Þorgeir Baldursson.

Stúdentar við Háskólann á Akureyri hafa sent skólanum bréf vegna óánægju nemenda um að skylt verði að mæta á prófstað við lokapróf vegna aðstaðna í samfélaginu sökum kórónuveirunnar. Bréfið varðar einn áfanga sem er Vinnulag í háskólanámi en áfanginn er einn sá stærsti við skólann og eru töluvert margir nemendur eru skráðir í þann áfanga eða 739 talsins.

Bréfið var sent til skólayfirvalda í byrjun vikunnar ásamt 144 undirskriftum.

Í bréfinu segir m.a.

"Við undirrituð viljum koma á framfæri óánægju með þá ákvörðun að öllum nemendum í áfanganum Vinnulag í háskólanámi sé skylt að mæta á prófstað við lokapróf og teljum ákvörðunina ekki vera í samræmi við þær aðgerðir sem nú eru í gildi vegna aðstæðna í samfélaginu. Við teljum að það sé óábyrgt að halda lokapróf með þessum hætti í áfanganum sökum þess hversu margir nemendur eru skráðir í áfangann en þegar þetta er skrifað eru nemendur 739 talsins samkvæmt Uglu." 

Þá segir einnig í bréfinu að fyrirkomulag sem nú hefur verið birt nemendum og feli í sér að hluti nemenda taki prófið fyrir hádegi og aðrir eftir hádegi, "sem býður upp á að þeir nemendur sem eru í fyrra prófinu geti lekið upplýsingum og svörum til þeirra nemenda sem taka seinna prófið.  Við óskum hér með eftir því að málið verði endurmetið og stjórnendur Háskólans á Akureyri finni lausn á þessu máli í samráði við nemendur með það að leiðarljósi að hagsmuna allra nemenda sé gætt," segir í bréfinu.

Áður hefur verið fjallað um að óánægju nemenda við vegna lokaprófa við Háskóla Íslands þar sem fjölmörg lokapróf  fara fram í formi staðprófs, sem krefst þess að nemendur mæti í persónu og sitji próf í kennslustofu.

 


Nýjast