„Strange fruit“ að hætti Jonnu

Jonna
Jonna

Á laugardaginn kemur kl. 14:00 opnar Jonna, Jónborg Sigurðardóttir sýninguna „Strange fruit“ í Flóru áAkureyri. Jonna er fædd árið 1966 og útskrifaðist úr málunardeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 1995. Myndlist Jonnu spannar vítt svið frá málverki til innsetninga. Í ár eru 100 ár frá því að konur á Íslandi fengu kosningarétt, og er Strange fruit tilvitnun í það óréttlæti og vanvirðingu sem konur máttu þola.

"Víða um heim eru konur enn réttindalausar og búa við ofríki karla. Ég þakka fyrir að vera kona á Íslandi. Til hamingju með 100 ára réttlæti," segir Jonna. Strange fruit eru hekluð verk máluð með akrýllitum hengd á viskastykkjatré með útsaumi. Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru fimmtudaga kl. 11-18, föstudaga kl. 11-16 og laugardaga kl. 11-14. Sýningin stendur til föstudagsins 13. mars 2015.

Nýjast