Í skýrslunni er stutt samantekt úr nokkrum fyrri skýrslum um innanlandsflutninga og settar eru fram áætlanir um flutningsmagn og mögulega viðskiptavini. Þá er sett upp kostnaðaráætlun, fjallað um umhverfisáhrif, skipategundir og stillt upp þremur valkostum um siglingaáætlun:
Af þessum kostum telur starfshópurinn kost 2 álitlegastan miðað við flutninga og þjónustu en gert er ráð fyrir að notað verði skip sem tekur 180 til 230 tuttugu feta gámaeiningar. Heildarkostnaður skips og reksturs sem tengist því er ráðgerður 884 milljónir króna. Þá er í skýrslunni bent á að stjórnvöld víða um heim vinni nú að því að færa flutninga af vegum á sjó, fljótabáta og járnbrautir. Bent hefur verið á að raunverulegur samfélagslegur kostnaður við landflutninga sé oft vanmetinn hvað varði slit á vegum, slysahættu, mengun og önnur umhverfisáhrif.
Í skýrslunni er einnig bent á möguleg næstu skref sem er að kynna skýrsluna meðal hagsmunaaðila, gera ítarlega rekstraráætlun og að atvinnuþróunarfélögum á landinu verði falið að gera markaðsrannsóknir þar sem metin væri raunveruleg flutningaþörf og áhugi á sjóflutningum, svo og að kanna vilja hafnaryfirvalda til breytinga á gjaldskrám til að efla samkeppnishæfni strandsiglinga.
Formaður starfshópsins var Thomas Möller og í honum sátu einnig Auður Eyvinds frá Vegagerðinni og Kristján Helgason frá Siglingastofnun. Einnig starfaði Sigurður Örn Guðleifsson, lögfræðingur í ráðuneytinu, með hópnum. Þá aðstoðuðu nemendur í flutningafræðum við Háskólann í Reykjavík við gagnaöflun og gerð siglingaáætlana.