Strætó hættur akstri um Naustahverfi

Snjóþungt er á Akureyri. Mynd/Þorgeir Baldursson.
Snjóþungt er á Akureyri. Mynd/Þorgeir Baldursson.

Víða er þungfært á Akureyri í dag og hefur akstri Strætisvagna Akureyrar verið hætt um Naustahverfi vegna ófærðar. Reynt er að aka um önnur svæði en Innbærinn verður lokaður frá kl. 13:00 vegna snjómoksturs fram eftir degi. Þá fara leiðir 1 og 3 um Drottningarbrautina í staðinn. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu Akureyrarbæjar en þar segir einnig að Innbærinn verði sennilega lokaður fyrir strætó fram á kvöld.

Nýjast