Stormur í kortunum

Miðbærinn á Akureyri í morgun/mynd karl eskil
Miðbærinn á Akureyri í morgun/mynd karl eskil

Veðurstofan gerir ráð fyrir NA- stormi og slyddu eða snjókomu  á NV-verðu landinu síðdegis. Spáð er norðan hvassviðri eða stormi á aðfangadag og jóladag, með snjókomu N- og A-lands og mjög slæmu ferðaveðri. Spáin fyrir Norðurland eystra næsta sólarhringinn:

Norðaustan 10-15 m/sek. á annesjum, en annars mun hægari. Frost 1 til 7 stig til landsins, en frostlaust við sjóinn. Snjókoma eða slydda. Norðaustan 10-18 og snjókoma á morgun. Hiti kringum frostmark.

Færðin í morgun

Samkvæmt upplýsingum Vegegerðarinnar er víða farið að snjóa, en ekki orðið hvasst og ekki fyrirstaða á vegum. Flughált er á Tjörnesi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Norðan stormur á jóladag, en heldur hægari á fimmtudag. Síðan norðan og norðaustan allhvass eða hvass vindur. Snjókoma eða slydda á norðan- og austanverðu landinu fram undir helgi, en síðan él. Annars úrkomulítið. Hiti lengst af um frostmark, en vægt frost til landsins.

Nýjast