Stórleikur í Skautahöll Akureyrar í kvöld

Í kvöld mætast Skautafélag Akureyrar og Björninn í afar mikilvægum leik í Skautahöll Akureyrar kl. 19:00, er næstsíðasta umferð Íslandsmótsins í íshokkí karla hefst. Fyrir leikinn í kvöld eru SA og SR á toppnum með 22 stig en Björninn fylgir fast á eftir með 19 stig. Það er því ljóst að leikurinn í kvöld gæti vegið þungt fyrir bæði SA og Björninn í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, sem hefur sjaldan verið jafn spennandi og nú.

Sigri SA í kvöld koma þeir sér í lykilstöðu fyrir lokaleikinn í deildinni, en vinni Björninn verða öll þrjú liðin jöfn að stigum í kvöld með 22 stig.  

Nýjast