Stórleikur í kvöld á Akureyrarvellinum

Í kvöld fer fram sannkallaður stórleikur í 2. flokki karla þegar KA og Þór mætast í sjálfum bikarúrslitaleiknum. Leikurinn hefst kl. 17:00 og fer fram á Akureyrarvellinum.

Á leið sinni í úrslitaleikinn lögðu KA-menn Völsung 1-0, Hött 4-0, Keflavík 4-3 eftir vítaspyrnukeppni og loks FH í undanúrslitum 3-1 eftir framlenginu.

Þórsarar unnu Tindastól 6-0 í fyrsta leik, Fram 3-1 í öðrum leik, Snæfellsnes 3-0 í þriðja leik og svo ÍBV 5-3 eftir framlengdan leik í undanúrslitum.

Leið liðanna hefur því verið löng í sjálfan úrslitaleikinn og því svo sannarlega mikið í húfi í kvöld.

Frítt er á leikinn og eru allir knattspyrnuáhugamenn hvattir til að mæta á þennan stórviðburð í knattspyrnunni á Akureyri.

Nýjast