Stórleikur í Höllinni í kvöld

Það verður sannkallaður stórleikur í Íþróttahöll Akureyrar í kvöld þegar Akureyri Handboltafélag og Valur eigast við í N1- deild karla í handbolta. Valur trónir á toppi deildarinnar með 11 stig en Akureyri situr í 4. sæti með 9 stig og getur með sigri í kvöld tyllt sér á topp deildarinnar við hliðs Vals. Leikurinn í kvöld hefst kl. 19:00. Nánar er fjallað um leikinn í Vikudegi í dag.

Nýjast