Stórir páskar framundan

Útlit er fyrir að mikið fjölmenni muni sækja Akureyri heim um páskana og tala menn um að páskarnir nú verði þeir fjölmennustu á Akureyri um árabil. Allt gistirými í bænum er upppantað og auk þess gistir fjöldi fólks í heimahúsum. Ferðamenn á Akureyri fara margir á skíði í Hlíðarfjall og mun veðurútlit vera þokkalegt fyrir páskahelgina.

Nýjast