Í dag var stofnað félagið Dysnes Þróunarfélag ehf. til uppbyggingar, markaðsstarfs og kynningar á Dysnesi við Eyjafjörð sem framtíðar hafnarsvæði vegna þjónustu við námu og olíuvinnslu fyrir norðan Ísland. Að félaginu standa Eimskip, Mannvit, Slippurinn, Hafnarsamlag Norðurlands og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar mun sjá um daglegan rekstur félagsins og mun Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson veita því forstöðu.
18 milljarðar
Reiknað er með að framkvæmdir hefjist í áföngum og að fyrsti áfangi hefjist að loknu umhverfismati, sem ráðist verður í. Í tilkynningu frá félaginu segir að heildarfjárfesting á svæðinu geti numið allt að 18 milljörðum á komandi árum.
Nánar um þetta í prentútfágu Vikudags