Stórbætir aðstöðuna fyrir sjúklinga
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað vinnuhóp sem á að leggja fram tillögur um uppbyggingu nýrra legudeilda við Sjúkrahúsið á Akureyri. Hópurinn hefur þegar hafið störf. Í framtíðarsýn sjúkrahússins er gert ráð fyrir að sjúkrahótel, líknardeild og ný legudeildarálma verði tekin í notkun á næstu árum.
Þetta mun fyrst og fremst stórbæta aðstöðu sjúklinga. Einnig mun byggingin bæta aðstöðu fyrir aðstandendur og starfsfólk og færa sjúkrahúsið í átt til nútímans, segir Bjarni Jónasson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.
Legudeildir sjúkrahússins eru orðnar 60 ára gamlar og uppfylla ekki þær kröfur sem gerðar eru til legudeilda á sjúkrahúsum í dag með tilliti til sjúklinga, aðstandenda og starfsmanna. Nánar er fjallað málið í prentútgáfu Vikudags.
-þev