Stór skoðanakönnun á Akureyri

Capacent Gallup og Vikudagur hafa samið um að Capacent Gallup geri skoðanakönnun á fylgi framboðslistanna á Akureyri í aðdraganda bæjarstjórnarkosninganna í lok maí. Samkvæmt samningnum verður úrtakið 1.200 manns.  Í úrtakinu er fólk á aldrinum 18 til 75 ára og er gert ráð fyrir að svarhlutfallið verði í kringum 70%.

Niðurstöðurnar verða kynntar í Vikudegi 22. maí og 29. maí.

Nýjast