Stór fyrirtæki munu lamast komi til verkfalls

Verkfall mun teygja anga sína víða, m.a. í byggingargeirann.
Verkfall mun teygja anga sína víða, m.a. í byggingargeirann.

Komi til verkfalls hjá Einingu –Iðju, stéttarfélags í Eyjafirði, mun það hafa veruleg áhrif á atvinnustarfsemina á svæðinu. Ekkert þokast í viðræðum milli Starfsgreinarsambandsins og Samtaka atvinnulífsins um endurnýjun á kjarasamningum og því blasir verkfall við þeim sextán aðildarfélögum sem eru innan Starfsgreinasambandsins.

Eining- Iðja er stærsta stéttarfélagið í Eyjafirði með um 7.300 félagsmenn og eitt þeirra félaga sem mun kjósa um verkfall.

Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinarsambandsins og Einingar-Iðju,  segir að verkfall meðal starfsmanna Einingar-Iðju myndi hafa víðtæk áhrif á atvinnulífið í Eyjafirði.

„Við erum t.d. með starfsfólk í fiskvinnslu, veitinga- og gistihúsum á svæðinu, byggingarverkamenn, starfsfólk í kjötvinnslu og í Slippnum. Einnig eru öll ræsting á svæðinu hjá félagsmönnum okkar. Akureyrarbær hefur boðið út alla ræstingu til fyrirtækja á almennum markaði og þótt starfsmenn bæjarins verða ekki í verkfalli þá munu þeir sem sjá um ræstingar, t.d. á öldrunarheimilum og leikskólunum fara í verkfall. Þannig að verkfallið mun teygja anga sína á þessar stofnanir og mun því hafa víðtæk áhrif og koma við flest alla vinnustaði á Eyjafjarðarsvæðinu,“ segir Björn.

-þev

Nýjast