Flekinn er hluti af búnaði sem er hreyfanlegur í loftinu og tengist hljómburði í salnum. Að sögn Guðríðar Friðriksdóttur framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrarbæjar, var verið að prófa búnaðinn þegar óhappið varð. Hún sagði það lán í óláni að þetta hafi gerst á þessum tímapunkti og heppilegt að enginn var þarna nálægt en ljóst sé að fara verði vel yfir búnaðinn og öryggi hans.