Stór áfangasigur
Hjartað í Vatnsmýri fagnar því að fyrirhugaðri lokun á flugvelli í Vatnsmýri hafi verið frestað ásamt því að veigamikil stefnubreyting sé orðin hjá ráðamönnum í málefnum flugvallarins í Vatnsmýri líkt og fram kom í samkomulagi ríkis, borgar og Icelandair fyrr í dag.
Helst ber þar að nefna að flugstarfsemi er tryggður starfsvettvangur til amk næstu 9 ára, ríki og borg viðurkenna í fyrsta sinn að flugvöllur verði að vera á höfuðborgarsvæðinu og að nefnd verður skipuð í síðasta sinn um flugvallarstæði í Höfuðborginni.
Hjartað í Vatnsmýri hlakkar til samstarfs við þá aðila sem hafa með höndum að finna bestu staðsetningu flugvallar til framtíðar, svo sem stýrihóp Rögnu Árnadóttur og samráðshópi fjölda aðila.
Þá minnir Hjartað í Vatnsmýri á þá staðreynd að tæplega 70.000 Íslendingar skrifuðu undir skýra áskorun til stjórnvalda um að að ríki og borg tryggi öllum landsmönnum óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri til frambúðar, segir í tilkynningu frá Hjartanu í Vatnsmýri.