Stöndum áfallið af okkur

Uppbygging hefur staðið yfir í gróðrarstöðinni Brúnalaug í Eyjafjarðarsveit frá því hún varð eldi að…
Uppbygging hefur staðið yfir í gróðrarstöðinni Brúnalaug í Eyjafjarðarsveit frá því hún varð eldi að bráð í mars síðastliðnum.

„Það kom aldrei annað til greina en að byrja upp á nýtt, það hvarflaði ekki að okkur að skella í lás. Við munum standa þetta áfall af okkur og halda ótrauð áfram,“ segir Anna Sigríður Pétursdóttir sem ásamt eiginmanni sínum Gísla Hallgrímssyni á og rekur garðyrkjustöðina Brúnalaug í Eyjafjarðarsveit. Umtalsvert tjón sem hleypur á tugum milljóna varð í miklum eldsvoða í mars síðastliðnum.

Uppbygging hefur staðið frá þeim tíma og fór fyrsta uppskera ársins á markað nýlega, alls 66 kíló sem er að minnsta kosti um 10 sinnum minna magn en vænta má á þessu árstíma. Uppskeran er að jafnaði 600 til 1000 kíló. Nánar er rætt við Önnu Sigríði í nýjasta tölublaði Vikudags.

Nýjast