Bæjarráð óskar jafnframt eftir því við stjórnir B-hluta stofnana og stofnana í sameininlegum rekstri sveitarfélaga að
þær taki vinnufyrirkomulag og yfirvinnu til skoðunar á grundvelli reglna bæjarráðs um þetta efni. Kjarasamninganefnd bendir jafnframt á, að
í ljósi breyttra aðstæðna á vinnumarkaði sé ástæða til að taka magn yfirvinnu og vinnufyrirkomulag á stofnunum til
sérstakrar skoðunar. Nefndin hvetur til aukins aðhalds og eftirlits stjórnenda til að tryggja að stofnanir þeirra haldi sig innan setts ramma um hámark
yfirvinnu, þetta er sérstaklega brýnt við núverandi aðstæður í þjóðfélaginu.
Kjarasamninganefnd hefur jafnframt lagt til að hámark yfirvinnu verði óbreytt þannig að almennt hámark verði áfram 500 tímar á
ári og samþykkti bæjarráð þá tillögu á fundi sínum í gær.