Stofna hlutafélag um rekstur nýrrar verslunar í Hrísey

Verslunin verður staðsett í gamla kaupfélaginu, þar sem Júllabúð var áður til húsa. Mynd/Þröstur Ern…
Verslunin verður staðsett í gamla kaupfélaginu, þar sem Júllabúð var áður til húsa. Mynd/Þröstur Ernir

Uppi eru áform um stofnun hlutafélags um rekstur verslunar í Hrísey. Hugmyndin er að allir geti gerst
hlutahafar; íbúar, sumarhúsaeigendur og aðrir velunnarar eyjunnar. Verið er að vinna að gerð rekstraráætlunar og áformað að halda stofnfund hins nýja félags síðar í mánuðinum. Áætlað er að verslunin verði staðsett í gamla kaupfélaginu. Þá er hugmyndin að Pósturinn verði inni í versluninni sem styrkja ætti reksturinn.

Eins og Vikudagur greindi frá fyrir skemmstu hefur versluninni Júllabúð verið lokað vegna erfiðleika í rekstri og því er engin verslun í Hrísey eins og er.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Vikudags.

-þev

Nýjast