15. mars, 2010 - 14:10
Fréttir
Fulltrúafundur Félags framhaldsskólakennara gerir sér grein fyrir þeim vanda sem íslenskt samfélag á við að etja og
óhjákvæmilegum samdrætti í ríkisútgjöldum. Fundurinn leggur fast að stjórnvöldum að forgangsraða faglega í
ríkisfjármálunum til næstu ára með það að markmiði að verja nemendur og menntun fyrir áföllum.
Þetta kemur m.a. fram í ályktun Félags framhaldsskólakennara um mentamál, en þar segir ennfremur: Skammsýnar ákvarðanir um menntun
og skólastarf í landinu geta valdið óbætanlegum skaða. Ungmenni á framhaldsskólaaldri þurfa að geta innritast í nám og
lokið því hindrunarlaust. Samfélagið þarf alltaf á fagmennsku kennara að halda - ekki síst núna!