Stjórn svæðisfélags VG lýsir furðu á hugmundum um spilavíti
Stjórn svæðisfélags VG á Akureyri og nágrenni lýsir furðu sinni á hugmyndum tveggja athafnamanna með liðsinni Icelandair um að
á Íslandi verði starfrækt spilavíti. Ísland hefur þurft að þola ýmsar skuggahliðar mannlegra athafna síðustu misserin og
ekki er á þær bætandi.
Spilavíti gera út á mannlega veikleika og hversu mikið sem fagurgalinn og hugtakaruglingurinn fær athygli fjölmiðla þá stendur eftir sú staðreynd að enginn akkur er í slíku fólginn; einungis aukið álag á hinu félagslega stoðkerfi og nóg er nú þegar. Ekki þarf að fjölyrða um hina siðferðislegu uppgjöf sem fælist í því að lögleiða spilavíti, segir í ályktun félagsins.