Bæjarráð bendir á að Reykjavík sé höfuðborg alls landsins og því skipti samgöngur við höfuðborgina alla landsmenn máli. Af þeim sökum sé það mjög eðlilegt að þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins láti sig varða um framtíð flugvallarins þar og álykti þar um. Fordæming Samtaka um betri byggð á ályktun bæjaryfirvalda á Akureyri hafi því ekkert gildi í sjálfu sér.