Stjórn kjördæmisráðs Samfylk- ingarinnar leggur til prófkjörsleið

Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi verður haldið í Brekkuskóla á Akureyri nk. sunnudag. Þar verður tekin fyrir tillaga stjórnar um prófkjörsleið fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Fyrir liggur fyrir að þingmenn flokksins í kjördæminu sækjast eftir endurkjöri og þá býður Sigmundur Ernir Rúnarsson sig fram í 2. sæti listans.  

Kristján L. Möller samgönguráðherra sækist eftir því að leiða listann, líkt og hann gerði í síðustu kosningum og Einar Már Sigurðarson stefnir að því skipa áfram 2. sæti listans. Lára Stefánsdóttir varaþingmaður, sem skipaði þriðja sæti listans í síðustu tveimur kosningum, gefur ekki kost á sér áfram.

Nýjast