Þar segir m.a: "Að mati stjórnarinnar er hér um að ræða einn besta fréttamann sem svæðisstöðin hefur haft. Óskar Þór hefur með einstaklega vönduðum fréttaflutningi stuðlað að jákvæðri og málefnalegri umfjöllun um málefni Norðurlands. Brotthvarf hans úr starfi fréttamanns veldur því vonbrigðum og er það von stjórnar Eyþings að RÚV eigi eftir að njóta starfskrafta Óskars á ný og skorar á stjórnendur RÚV og Óskar að vinna að því."