Stjarnan nældi sér þar með í mikilvægt stig í botnbaráttu deildarinnar en Akureyri varð í leiðinni af mikilvægu stigi í toppbaráttunni.
Oddur Gretarsson var markahæstur í liði Akureyrar í kvöld með 9 mörk, þar af 5 úr vítum, og þeir Heimir Örn Árnason og Árni Sigtryggsson skoruðu 5 mörk hvor. Í liði Stjörnunnar var Ragnar Helgason markhæstur með 7 mörk og Kristján Kristjánsson kom næstur með 6 mörk.
Eftir leikinn í kvöld er Akureyri með 14 stig í 4. sæti deildarinnar en Stjarnan situr í næstneðsta sæti með fimm stig.