Útbreiðsla risahvanna á Akureyri er mikil en eins og Vikudagur fjallaði um fyrir skemmstu er að minnsta kosti 2000 plöntur á um 450 stöðum. Náttúrufræðistofnun Íslands gerði ítarlega leit að tegundum risahvanna og í ljós kom að þær eru afar algengar í bænum, ekki aðeins í görðum þar sem þær hafa verið ræktaðar sem skrautplöntur, heldur eru þær víða utan þeirra.
Á fundi Umhverfisnefndar Akureyrarbæjar nýverið kom fram að nefndin lítur málið alvarlegum augum og mun fara í að stemma stigu við útbreiðslu plöntunnar í bæjarlandinu.
Risahvannir geta vera hættulegar vegna eitraðs safa þeirra sem getur valdið alvarlegum bruna á húð.