Aðalsteinn Sigurgeirsson, eða Steini Sigurgeirs eins og hann er oft kallaður, hefur látið af störfum sem forstöðumaður í Íþróttahöllinni á Akureyri en hann hefur gengt stöðunni allt frá stofnun hallarinnar árið 1982. Nokkur ár þar á undan var hann í annarskonar störfum hjá Akureyrarbæ og því hátt í 40 ár sem hann hefur starfað hjá bænum. Hann segir góðan starfsanda hafa haldið sér í sama starfinu öll þessi ár en Aðalsteinn verður 70 ára á árinu.
Í Vikudegi er spjallað við Aðalstein um tímamótin. Með því að smella hér er hægt að gerast áskrifandi af net-eða prentútgáfu blaðsins.