Til að geta haldið þessa sögusýningu þarf stjórn Æskunnar hjálp frá Ströndungum, bæði nýjum og gömlum. Allir þeir sem luma á myndum, munum eða einhverjum góðum sögum tengdum starfi Æskunnar eru beðnir um að deila þeim stjórninni. Ef allir leggjast á eitta verður hægt að heiðra minningu þessa félags á sem eftirminnilegastan hátt með glæsilegri sýningu. Öllu því sem fólk vill deila með stjórninni er hægt að koma á skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps. Einnig er hægt að hringja í Birki Örn í síma 825-6617 eða senda tölvupóst á birkir@66north.is. Lokafrestur til að koma upplýsingum eða munum á stjórn Æskunnar er föstudagurinn 16. apríl. Þetta kemur fram á vef Svalbarðsstrandarhrepps.