Sveitarstjórnarkosningar fara fram í dag og hafa kjörstaðir um allt land verið opnaðir. Hægt verður að kjósa til kl. 22:00. Kjörstaðir í Akureyrarkaupstað eru í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hríseyjarskóla og í hreppshúsinu í Grímsey. Miðað við könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Vikudag um fylgi flokkana á Akureyri og greint var frá í síðustu viku, stefnir í spennandi kosninganótt hér fyrir norðan.
Samkvæmt könnunni mælist Sjálfstæðisflokkurinn með þrjá bæjarfulltrúa en L-listinn fylgir fast á hælana með tvo bæjarfulltrúa.
Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, hélt erindi í skólanum sl. miðvikudag þar sem hann rýndi í kosningarnar á Akureyri í kvöld.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stöðugt með 21-23% fylgi en þriðji bæjarfulltrúinn er ekki öruggur. L-listinn hefur unnið verulega á í maí, farið úr 13% fylgi í 20%, sagði Grétar, sem ræddi einnig um möguleika aðra flokka og segir stefna í háspennu í kvöld og nótt.
throstur@vikudagur.is
Nánar er fjallað um þetta í prentútgáfu Vikudags