Knattspyrnuvertíðin hér á landi hefst með pompi og prakt eftir tæpan mánuð þar sem karlalið Þórs á Akureyri mun leika áfram í deild þeirra bestu. Undirbúningur fyrir mótið stendur nú sem hæst og ætla norðanmenn sér að gera góða hluti í sumar. Fyrirliði Þórs er Sveinn Elías Jónsson, 27 ára viðskiptafræðingur ættaður frá Hauganesi og starfsmaður í Íslandsbanka á Akureyri.
Blaðamaður Vikudags drakk kaffibolla með Sveini og ræddi við hann um fótboltann, ásakanir um veðmálahneyksli og ýmislegt fleira.
"Það er kominn mikill spenningur í mann fyrir sumrinu og ég hreinlega get ekki beðið eftir að byrja. Þórsliðið mun byggja á heimamönnum að mestu leyti í ár. Minna verður um erlenda leikmenn. Mín tilfinning er sú að það muni gera liðshópinn enn samheldnari. Það verður lagt talsvert traust á herðar ungu strákanna sem verða að axla þá ábyrgð. Við höfum ekki sest niður og sett okkur nein markmið en viljum gera betur en í fyrra.
Þetta er aðeins brot úr ítarlegu viðtali við Svein Elías sem lesa má í heild í prentútgáfu Vikudags.