Stefanía Árdís og Ólafur Göran knapar ársins

Uppskeruhátíð barna og unglinga hjá hestafélaginu Létti fór fram í Top Reiter höllinni fimmtudaginn 10. september sl. Allir krakkarnir fengu viðurkenningar fyrir þátttöku í starfi félagsins í vetur ásamt því að Lina Erkison reiðkennari veitti krökkunum viðurkenningar fyrir reiðnámskeiðið í vetur.

Knapi ársins í barnaflokki var Ólafur Göran Grós og knapi ársins í unglingaflokki var Stefanía Árdís Árnadóttir en þess má geta að þetta er í þriðja sinn í röð sem Stefanía er knapi ársins. Fjórir krakkar fengu viðurkenningu fyrir góða mætingu, þau María Catharina Grós, Valþór Ingi Karlsson, Ríkharður Ólafsson og Kolbrún Malmquist. Þá fékk Þór Ævarsson viðurkenningu fyrir mestu framfarirnar á reiðnámskeiðinu.

Nýjast