Stefán Gunnlaugsson látinn

Stefán Gunnlaugsson. Mynd/Þröstur Ernir
Stefán Gunnlaugsson. Mynd/Þröstur Ernir

Stefán Gunnlaugsson, heiðursfélagi KA og fyrrum formaður félagsins, lést í nótt 71 árs að aldri. Stefán var í seinni tíð ötull félagsmaður í Hollvinasamtökum Sjúkrahússins á Akureyri en hann stofnaði félagið ásamt öðrum.

Á heimasíða KA segir að Stefán hafi verið KA-maður út í gegn og unnið að heilum hug fyrir félagið í fjölda mörg ár, t.a.m. verið formaður handknattleiks- og knattspyrnudeildar, ásamt því að vera formaður félagsins tvisvar; 1970 og 2008-2010.

„Hann vann að heilum hug við alla uppbyggingu KA en hann var í byggingarnefnd bæði fyrir íþróttasvæðið okkar og félagsheimilið okkar. Það er að miklu leyti Stefáni að þakka að félagsheimilið sé eins glæsilegt og það er í dag,“ segir ennfremur í minningarorðum um Stefán Gunnlaugsson á heimasíðu KA.

Nýjast