Sigurður Björgvin átti næst lægsta tilboð, um 60,7 milljónir króna, eða 92% af kostnaðaráætlun, Sigurgeir Svavarsson ehf. bauð 64,2 milljónir króna, eða 97% og ÁK Smíði bauð um 64,8 milljónir króna, eða 98% af kostnaðaráætlun. Tvö tilboð voru yfir kostnaðaráætlun, Virkni ehf. bauð um 67,1 milljón króna, eða 102% og L&S Verktakar buðu um 68,2 milljónir króna, eða 103% af kostnaðaráætlun.
Verktaki á að framkvæma jarðvinnu, steypa upp grunn, reisa hús, innrétta, ganga frá utan húss sem innan og fullgera húsið samkvæmt útboðsgögnum. Ráðgert er að hefja framkvæmdir nú í haust. Þjónustuhúsið verður rúmir 160 fermetrar að stærð og þar verður móttökuaðstaða fyrir farþega skemmtiferðaskipa, snyrtingar, sími og netaðstaða, auk þess sem rými verður fyrir sölubása með íslenskt handverk svo eitthvað sé nefnt. Þá verða margskonar bæklingar um land og þjóð til reiðu í húsinu og vísir að upplýsingamiðstöð.