Starfsstöð Glófa á Akureyri lokað

Starfsstöð Glófa á Akureyri. Mynd/Þröstur Ernir
Starfsstöð Glófa á Akureyri. Mynd/Þröstur Ernir

Fyrirtækið Glófi ehf. áætlar að leggja niður starfsstöð sína á Akureyri á næstu vikum, samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vikudags. Eftir því sem blaðið kemst næst hefur fyrirtækið átt undir högg að sækja vegna innflutnings á ullarvörum frá Asíu og er verið að bregðast við erfiðri stöðu á markaði. Á Akureyri starfa 15 manns hjá fyrirtækinu. Glófi ehf. var stofnaður á Akureyri árið 1982 og hafi verið leiðandi í þró­un og framleiðslu á prjónaðri smávöru á Íslandi í 30 ár. Lengri frétt um málið má nálgast í prentútgáfu Vikudags.

-Vikudagur, 7. apríl

 

Nýjast