25. mars, 2011 - 10:40
Fréttir
Starfsmenn Becromal í Krossanesi hafa boðað verkfall þann 12. maí nk. Þetta var samþykkt með 98 prósentum atkvæða.
Atkvæðagreiðslunni lauk seinni partinn í gær en hún hófst í fyrradag. Starfsmenninrnir krefjast þess að ná sömu kjörum og
tíðkast í annarri stóriðju.
Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, segir á vef RÚV að það sé ljóst að baráttuhugur sé í
starfsmönnum Becromal. Alls greiddu 52 starfsmenn atkvæði, 51 sagði já við verkfalli en einn sagði nei. Í samningnum er sérsamningur um verkföll
og þar gert ráð fyrir 45 daga fyrirvara.