05. janúar, 2010 - 15:19
Fréttir
Líkt og undanfarin ár munu starfsmenn Framkvæmdamiðstöðvar Akureyrar fjarlægja jólatré sem sett hafa verið við lóðarmörk,
dagana 7. og 8. janúar og 11. - 13. janúar nk. Einnig verða gámar staðsettir við Kaupang, Hagkaup, Hrísalund og verslunarmiðstöðina við
Sunnuhlíð þar sem hægt verður að losa sig við trén.